Eldur kom upp í Garðabæ fyrir skömmu en mikinn reyk lagði frá svæðinu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn sem kom upp í hjólhýsi. Eldurinn teygði sig í nærliggjandi bílskúr sem er ónýtur.
„Við erum enn að vinna í glæðum. Það er verið rífa þakið af bílskúr,“ segir Stefán Kristinsson hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi.is.
Umræða