Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni prýddi vegg á kjörstað á Hellu og um er að ræða skýrt brot á lögum og var myndin tafarlaust tekin niður eftir að kjósandi á Hellu gerði alvarlega athugasemd um lögbrotið í dag, en viðkomandi kjósandi benti kjörstjórn á hið augljósa lögbrot.
Helga Hjaltadóttir, formaður kjörstjórnar í Rangárþingi ytra, ræddi lögbrotið í samtali við RÚV. Hún segir manninn hafa litið svo á að myndin væri áróður og ætti því ekki heima á kjörstað. Þá sagði hún að vegna harðra viðbragða mannsins var ákveðið að taka hana niður til þess að koma í veg fyrir frekari læti. Viðmælandi Fréttatímans sagði að eðlilegt væri að kjörstjórn segði af sér vegna þessa alvarlega brots um áróður á kjörstað og það væri stórfurðuleg vinnubrögð að brjóta svo harkalega lög sem hinn almenni kjósandi þekkir en kjörstjórn ekki og rétt væri að opinber rannsókn færi fram á því hvort um ásetning hefði verið að ræða þar sem lögbrotið hefði verið svo augljóst.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, Nr. 33 17. júní 1944
78. gr.
Kjósendur skulu greiða atkvæði í þeirri röð sem þeir gefa sig fram.
Kjörstjórn getur ákveðið að í kjörfundarstofu séu ekki, auk þeirra
sem starfa við framkvæmd kosninganna, aðrir en kjósendur sem ætla að
greiða atkvæði. Kjörstjórnin getur auk þess takmarkað fjölda kjósenda í
kjörfundarstofu ef þörf þykir til að halda uppi reglu.
Kjörstjórn skal að öðru leyti sjá til þess að á kjörstað og í næsta nágrenni
hans fari hvorki fram óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll né
önnur starfsemi sem truflar eða hindrar framkvæmd kosninga.
XX. KAFLI.
Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll.
117. gr.
Það er óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll:
a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir
atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði, að svipta mann eða
ógna manni með sviptingu atvinnu eða hlunninda í sama skyni,
að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, að
torvelda öðrum sókn á kjörfund eða til utankjörfundarkjörstaðar,
svo og að beita þvingunarráðstöfunum í sambandi við kosningar,
b. að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með
ræðuhöldum, prentuðum eða skriflegum ávörpum eða auglýsingum,
með því að bera eða hafa uppi merki stjórnmálasamtaka, merki lista
eða önnur slík auðkenni á sjálfum kjörstaðnum, þ.e. í kjörfundarstofu,
kjörklefa eða annars staðar í eða á þeim húsakynnum þar sem
kosning fer fram, svo og í næsta nágrenni,
c. að hafa merki stjórnmálasamtaka, merki lista eða önnur slík
auðkenni á bifreiðum meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að
nota gjallarhorn til áróðurs á sama tíma,
d. að gefa ónákvæmar eða villandi upplýsingar um sig eða aðra, svo
sem um nafn, aldur, búsetu í landinu, heimilisfang eða annað,
sem leiðir eða leitt getur til þess að maður verði settur á kjörskrá
sem ekki á rétt á að vera þar, eða maður ekki settur á kjörskrá eða
75
tekinn út af kjörskrá sem á rétt á að vera þar, eða maður verði látinn greiða atkvæði í stað annars manns er stendur á kjörskrá; hér undir heyrir sérstaklega ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í kjördæmi, aðeins til þess að verða settur þar á kjörskrá, e. að gefa út villandi kosningaleiðbeiningar, f. að rangfæra atkvæðagreiðslu, hvort heldur er með því að eyðileggja eða breyta atkvæði sem greitt hefur verið, eða á annan hátt.