þegar þetta er ritað eru fimm einstaklingar vistaðir í fangageymslu lögreglu
Annars er þetta helst í fréttum úr dagbók lögreglunnar;
Ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 101 og ekið á brott. Haft uppá ökumanni, hann handtekinn og vistaður á lögreglustöð uns skýrsla verður tekin af honum.
Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í hverfi 105. Hún handtekinn og vistuð á lögreglustöð uns ástand skánar.
Tilkynnt um konu í afar annarlegu ástandi í hverfi 104.
Tilkynnt um yfirstandandi innbrot, annað í hverfi 101 og hitt í hverfi 105. Tilkynningar komu með stuttu millibili og því í nógu að snúast hjá laganna vörðum.
Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í hverfi 200. Vinur hans kom á vettvang og ætlaði að koma honum heim.
Tilkynnt um hjólreiðaslys, þar sem tveir skella saman, í hverfi 201. Ekki frekar upplýsingar fyrirliggjandi þegar þetta er ritað.
Tilkynnt um grunnsamlegar mannaferðir í hverfi 200.
Tilkynnt um grunnsamlegar mannaferðir í hverfi 270. Fannst ekki þrátt fyrir leit.