,,Engin innistæða fyrir vælinu“
Árið 2019 áttu tuttugu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins tæplega 177 milljarða í annarri starfsemi en útgerð, samkvæmt skýrslu sem sjávarútvegsráðherra birti loks í gær. Skýrslan nær ekki til erlendra félaga heldur eingöngu íslenskra félaga sem finna má í ársreikningaskrá.
Rúv.is greindi frá og talar við Helga Hrafn Gunnarsosn, þingmann Pírata í atvinnuveganefnd sem segir skýrsluna rýra að innihaldi. „Þó fær maður ekki þá tilfinningu þegar maður fer að glugga í þessar tölur að sjávarútvegsfyrirtækin sem hafa verið að kvarta undan því að veiðigjöld séu of há hafi ekki mikið til síns máls.
Tilefni til að hækka veiðigjöld
Ég vona að næst þegar við hlýðum á vælið í stórútgerðinni yfir veiðigjöldum að þá munum við eftir þessari skýrslu.“ Þingmenn í atvinnuveganefnd Alþingis séu sammála um að skýrslan um eignarhald stærstu útgerðarfyrirtækja í sjávarútvegi sýni að tilefni sé til að hækka veiðigjöld.
Segir enga innistæðu fyrir „vælinu í stórútgerðinni“
Umræða