Gjaldþrotum veitingastaða í Reykjavík hefur fjölgað á liðnum tveimur árum. Framkvæmdastjóri samtaka veitingastaða segir 75% aukningu í gjaldþrotum á milli 2022 og 2023.
Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaåamaður á rúv, fór yfir málið með Jóni Mýrdal í þættinum, Þetta helst hjá ríkisútvarpinu.
Algengt er að sjá fréttir um nýja veitingastaði í Reykjavík, svo kannski lifa þeir aðeins í nokkra mánuði áður en þeim er lokað aftur.
Í þættinum er einnig rætt við veitingamanninn Jón Mýrdal á Kastrup. Hann lýsir rekstri veitingastaðar sem miklu harki. „Að stofna veitingastað er draumur mjög margra. Það byrja margir sem hafa ekkert vit á því sem þeir eru að gera. […] Þetta er draumur margra en svo eru bara menn í fangelsi. Fyrir ykkur þarna úti sem viljið opna lítinn 25 sæta veitingastað, rosa fallegt. Það er fangelsi. Þú græðir aldrei nógu mikið til að geta ráðið nógu marga í vinnu til að þú sjálfur eigir eitthvað líf. Þú verður að hafa visst mikinn fjölda af kúnnum svo það sé hægt að lifa venjulegu lífi líka. […] Þetta er ekkert djók, ekki neitt.“