Kvikmyndin Ástin sem eftir er, hefur verið valin framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 um bestu alþjóðlegu kvikmyndina
Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson. Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.
Í myndinni er brugðið á leik með ljósmyndir, myndlist og myndbandsverk en Hlynur vinnur jöfnum höndum í mörgum miðlum.
Þrjú börn leikstjórans, Þorgils, Grímur og Ída Mekkín, eru í aðalhlutverkum ásamt Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni sem leika foreldrana sem standa í skilnaði.
Nýjasta mynd Hlyns Pálmasona sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2025.


