Ökumaður sem er grunaður um ölvun við akstur í miðbænum í nótt, hafði aldrei öðlast ökuréttindi og hafði þar að auki of marga farþega í bílnum er einn fjölmargra ökumanna sem lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu stoppaði í nótt
En fjöldinn allur af ökumönnum voru stöðvaðir við akstur undir áhrifum fíkniefna og sumir þeirra voru ölvaðir.
Samtals voru 99 mál skráð í dagbók lögreglu á tímabilinu 17:00 – 05:00 og voru 5 aðilar vistaðir í fangageymslum lögreglu.