Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað gista tvö í fangageymslu lögreglu. Alls eru 47 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Eftirfarandi upptalning er þannig ekki tæmandi. Ýmsum aðstoðarbeiðnum vegna óvelkominna aðila sem og vegna veikinda, grunsamlegra mannaferða o.fl. var sinnt að venju á öllum varðsvæðum.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
- Líkt og áður var fjallað um í fjölmiðlum varð alvarlegt umferðarslys á Langholtsvegi rétt eftir klukkan 17:00 en þar var ekið á gangandi vegfaranda. Ekki liggur fyrir um líðan að svo stöddu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
- Aðstoð lögreglu óskað að hóteli í hverfi 104 en þar áttu aðilar að hafa komið sér í gistingu með svikum og prettum. Þegar lögreglu bar að garði reyndist um misskilning að ræða.
- Ökumaður kærður fyrir notkun farsíma við akstur.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
- Ökumaður stöðvaður við almennt eftirlit. Við skoðun á ökuskírteini vaknaði grunur um að falsað ökuskírteini væri að ræða og ökumaðurinn mögulega án gildra réttinda. Málið í rannsókn.
- Aðili handtekinn í akstri á stolinni bifreið og grunaður um vímuakstur. Hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
- Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 200. Málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
- Tilkynnt um eld í bifreið í hverfi 112. Altjón á bifreiðinni en engin slys á fólki.
Umræða