Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað er einn vistaður í fangageymslu lögreglu. Alls eru 54 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili.
Lögreglustöð 1
- Innbrot og þjófnaður í fyrirtæki. Málið er í rannsókn.
- Maður kærður fyrir að hafa ekið bifreið þrátt fyrir að vera ekki handhafi þeirra réttinda sem umferðarlög gera kröfu um við stjórn slíkra ökutækja.
- Trylltur maður fjarlægður úr húsnæði félagssamtaka.
- Víðáttuölvaður útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki sannað á sér deili, hvað þá sýslað með eigin hagsmuni sökum ástands.
- Kona kærð fyrir að aka bifreið á 105 km/klst hvar hámarkshraði er 60.
- Maður kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti.
Lögreglustöð 2
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur og akstur án réttinda. Hefðbundið ferli.
- Þjófnaður í matvöruverslun. Afgreitt á vettvangi.
- Manni í annarlegu ástandi vísað út úr ruslageymslu og komið í skjól.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 3
- Maður kærður fyrir að aka á 90 km/klst hvar hámarkshraði er 30. Færður á lögreglustöð og bráðabirgðasviptur ökurétti fyrir að hafa ekið á þreföldum hámarkshraða.
- Tilkynnt um líkamsárás. Málið er í rannsókn.
Lögreglustöð 4
- Umferðarslys hvar bifreið var ekið í gegnum grindverk. Þrír sendir á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Umræða

