-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Lokað verður fyrir umferð að gosstöðvum – Tilkynning frá lögreglustjóra

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum kl. 21 í kvöld. Þá verða Geldingadalir rýmdir fyrir kl. 24 eða á miðnætti.

Þörf er á að hvíla björgunarlið sem nú hefur staðið vaktina í rúma viku en ekki er sjálfgefið að hægt verði að tryggja öryggi fólks seint um kvöld og að næturlagi við gosstöðvarnar í því margmenni sem þar hefur verið síðustu daga. Þá getur komið til lokana á Suðurstrandarvegi fyrirvaralaust ef í óefni stefnir með bílastæði á svæðinu eða ef upp koma aðstæður er krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu viðbragðsaðila.

Vegna smithættu hefur sóttvarnalæknir eindregið hvatt fólk til þess að vera heima og láta vera að heimsækja eldstöðvarnar. Þar sem eldgosið virðist ekki vera á undanhaldi ætti að gefast nægur tími til að berja það augum en ágætlega lítur út með veður á næstu dögum.

Hingað til hefur gengið vel og engin slasað sig illa. Við viljum vera á þeim stað áfram en til að tryggja það er nauðsyn á að hefta eilítið aðgang fólks eins og hér hefur verið lýst. Ákvörðun um opnun Suðurstrandarvegar verður síðan tekin í fyrramálið kl. 7.