Tvær konur sem eru á þrítugs- og fertugsaldri réðust á konu á sjötugsaldri á Ölhúsinu í nótt. Vegna árásarinnar, var hringt á lögregluna ,,en það eina sem hún gerði, var að tala bara við ofbeldiskonurnar og kom ekki einu sinni inn til að athuga aðstæður eða meiðsli á gömlu konunni.“
Segir vitni að árásinni og jafnframt:
,,Gamla konan var lamin í andlitið og í höfuð og var stunginn með prjóni í lærið. Fólk gengur ekki með prjón í vasanum á nóttunni nema að það sé ætlun um að nota hann. Ég var vitni að árásinni sem og vinkona hennar og fullt var af öðrum vitnum og við erum ekki ánægð með verklag lögreglunnar.“ Segir vitni að árásinni.
Umræða