Hugleiðingar veðurfræðings
Nú nálgast lægð okkur úr suðri og verður miðja hennar komin nærri suðurströndinni í nótt og fer hún til norðausturs með austurströndinni á morgun. Þessi lægð stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, en hún er grunn, sérílagi miðað við það sem lægðir við Ísland geta orðið á þessum árstíma.
Í dag er útlit fyrir austan og suðaustan 5-13 m/s og rigningu með köflum. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi og dálítil slydda eða snjókoma þar eftir hádegi. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 8 stigum á Suðvesturlandi.
Í fyrramálið eru horfur á austan 5-13 og víða rigning eða slydda, einkum austanlands. Norðlægari síðdegis á morgun, dregur úr úrkomu og rofar til um landið suðvestanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil. Spá gerð: 28.09.2024 06:46. Gildir til: 29.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan og suðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hægari vindur og úrkomuminna á Norður- og Austurlandi. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, að 8 stigum á Suðvesturlandi.
Austan 5-13 í fyrramálið og víða rigning eða slydda. Norðlægari síðdegis á morgun, dregur úr úrkomu og rofar til um landið suðvestanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Spá gerð: 28.09.2024 10:04. Gildir til: 30.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða slydduél við ströndina, en bjartviðri suðvestantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 og víða dálítil væta, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og væta með köflum, en rigning á Norðvesturlandi. Yfirleitt þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Ákveðin norðaustlæg átt og rigning, en styttir upp á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á föstudag:
Austlæg átt og víða bjart, en skýjað og þurrt að kalla austanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 28.09.2024 08:17. Gildir til: 05.10.2024 12:00.