-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

Afkoma Arion banka 8.637 milljónir fyrstu níu mánuði ársins

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2020

  • Afkoma Arion banka var 3.966 milljónir króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á 3F 2019
  • Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 og jókst um 31% frá 3F 2019
  • Arðsemi eiginfjár var 8,3% samanborið við 1,6% á 3F 2019
  • Hreinn vaxtamunur var 2,9% og hækkar á milli ára þrátt fyrir lækkandi vaxtaumhverfi
  • Tekjur af kjarnastarfsemi aukast um 6,2% milli ára
  • Rekstrargjöld lækka umtalsvert, aðallega vegna skipulagsbreytinga á 3F 2019
  • Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19
  • Fjárhagsleg endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans
  • Heildareignir bankans aukast um 14% frá áramótum en lánabókin hækkar um 7% og innlán um 22%
  • Eiginfjárhlutfall bankans var 27,6% og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 22,5% í lok september, þegar gert er ráð fyrir 50% arðgreiðslu af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 4.961 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og 8.637 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3% á fjórðungnum og 4,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Arðsemi eiginfjár, miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1, var 10,4% á fjórðungnum.
Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22% frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019.
Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 27,6% í lok september 2020, þegar gert er ráð fyrir 50% arðgreiðslu af hagnaði, en var 24,0% í árslok 2019. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 22,5% í lok september 2020, þegar gert er ráð fyrir 50% arðgreiðslu af hagnaði, samanborið við 21,2% í árslok 2019. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum FME var 27,3% í lok september og hlutfall eiginfjárþáttar 1 22,2%. Eiginfjárhlutfall og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 eru vel umfram kröfur sem settar eru fram í lögum og af FME. Eiginfjárgrunnur samstæðunnar jókst um 29,9 milljarða króna frá áramótum.
Bankinn stefnir á að ná fjárhagslegum markmiðum sínum til meðallangs tíma.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka:

Benedikt Gislason

„Það er ánægjulegt að kjarnastarfsemi bankans gekk vel á þriðja ársfjórðungi og afkoma bankans var góð. Tekjur hækkuðu um rúmlega 6% og kostnaður var tæpum 11% lægri borið saman við síðasta ár sem er í takt við þær áherslur sem hafa verið í starfseminni undanfarið ár og verða áfram. Mikilvægur þáttur í okkar stefnu er að bjóða viðskiptavinum fjölbreytta fjármálaþjónustu. Þetta felur í sér að starfsemi samstæðunnar og tekjumyndun hvílir á mörgum stoðum sem kemur sér vel nú þegar miklar áskoranir eru í umhverfinu. Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans.
Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil.
Við höfum á undanförnum mánuðum aðstoðað fyrirtæki við að sækja sér fjármagn á markað, bæði hlutafé og lánsfé. Þetta hefur gengið afar vel og er í takt við þá hugmyndafræði okkar að stöndug íslensk fyrirtæki eigi að njóta hagstæðustu fjármögnunar sem er í boði hverju sinni eftir blönduðum leiðum. Við munum halda áfram á þessari braut, viðskiptavinum til hagsbóta.
Rekstur bankans, þróun vöruframboðs, stýring fjármuna og ákvarðanir taka sífellt meira mið af umhverfis- og samfélagsþáttum. Það sést vel á þeirri einkunn sem Reitun gaf bankanum nýverið í UFS áhættumati eða 86 stig af 100 mögulegum. Matið byggist á árangri bankans þegar horft er til umhverfis- og félagsþátta sem og stjórnarhátta og er virkilega ánægjulegt að Reitun gefi bankanum þennan góða vitnisburð. Við þróum nú grænan ramma utan um útlánastarfsemi okkar og grænu innlánin okkar hafa hlotið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum. Nýverið kynntum við svo til leiks græn íbúðalán. Við erum staðráðin í að þróa vöru- og þjónustuframboð okkar enn frekar í þessa átt.“
https://frettatiminn.is/vextir-a-husnaedislanum-haekka-hja-islandsbanka/