,,Svar: Þá átt þú ekki rétt til desemberuppbótar“
Ég hef fylgst með fréttum af atvinnuleysi undanfarið af þeirri ástæðu að ég er atvinnulaus sjálf. Mér finnst eins og forsætisráðherra sem er yfirmaður ríkisstjórnarinnar sé ekkert að hugsa um hagsmuni atvinnulausra enda fátt sem bendir til þess að hún sé vinstri eitthvað. Þrátt fyrir að öll stéttafélög landsins hafi þrábeðið um að 6 mánaða skerðing á bótatímabilinu verði látin ganga til baka, eins og gert var í hruninu, hlustar hún ekkert á það. E.t.v. verður hún sjálf atvinnulaus eftir næstu kosningar? Mér kæmi það ekki á óvart, oft bítur sök sekan.
,,Svar: Þá átt þú ekki rétt til desemberuppbótar“
Atvinnuleysistrygging mín rann út á tíma eins og hjá fleiri þúsund íslendingum vegna þess að ríkisstjórnin skerti bótatímabilið um 6 mánuði og ég fæ engar atvinnuleysisbætur. Þrátt fyrir að ég hafi verið atvinnulaus allt árið 2020, þá fæ ég heldur enga desemberuppbót vegna ársins 2020. Þá fá þeir heldur ekki desemberuppbót vegna ársins 2020 sem misstu vinnu sína eftir fyrstu tvo mánuði ársins. Því það er skilyrði að atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2020 eða meira og eigi fullan bótarétt. Ég var atvinnnulaus allt árið 2020 og er enn, en fæ enga aðstoð, mér er bara sparkað út á gaddinn. Ríkisstjórnin vil að við sem verðum fyrir skertu bótatímabili, leitum aðstoðar hjálparsamtaka og betlum fyrir mat, það eru engin úrræði í boði enda kapitalískasta ríkistjórn síðari ára með „vinstri“ forsætisráðherra. Eins og allir vita er atvinnuleysi vaxandi og enga vinnu að fá en það skiptir greinilega engu máli.
Þetta eru reglurnar sem Vinnumálastofnun birtir á vef sínum:
Ég fékk greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2020 en ekki vegna nóvember mánaðar:
Svar: Þá átt þú ekki rétt til desemberuppbótar. Skilyrði er að atvinnuleitandi staðfesti atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember og hafir talist tryggður í skilningi laga um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði.
Desemberuppbót vegna ársins 2020
Atvinnuleitendur sem staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2020 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði eiga rétt til greiðslu desemberuppbótar. Á þetta við um bæði þá sem eru að fá greiddar almennar atvinnuleysisbætur og þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.
Fjárhæðir:
Hámarksfjárhæð uppbótarinnar er 86.853 kr. og hún er aldrei lægri en 21.713 kr. Með hverju barni á framfærslu atvinnuleitanda er greitt aukalega 6% af óskertri desemberuppbót eða 5.211 kr.
Greiddur er skattur af desemberuppbót.
Skilyrði: Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember 2020. Teljast tryggður í nóvember mánuði 2020.
Til að eiga rétt á fullri desemberuppbót þarf atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2020 eða meira og eiga fullan bótarétt. Atvinnuleitandi sem á ekki fullan bótarétt, hvort sem um er að ræða almennar atvinnuleysisbætur eða hlutabætur, og hefur verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði eða meira fær hlutfallslega uppbót í samræmi við rétt sinn til atvinnuleysisbóta.
https://gamli.frettatiminn.is/03/11/2020/hja-mer-og-minum-verda-engin-jol/