Búlgaría munu á nýársdag leggja niður gjaldmiðil sinn sem hefur þó verið tengdur við evruna frá árinu 1999 og taka upp evru með beinum hætti. Búlgaría verður tuttugasta og fyrsta landið til þess að nota evru sem gjaldmiðil.
Búlgaría gekk í Evrópusambandið árið 2007 og hefur þjóðin til þessa notast við eigin gjaldmiðil, lef. Í sumar féllst Evrópusambandið á að veita Búlgaríu leyfi til að taka upp evru. Skoðanakönnun sem gerð var í landinu bendir til þess að 49% Búlgara séu andvígir því að taka upp evruna en umdeilt hefur verið að taka upp evru í Búlgaríu, sem er fátækasta þjóð Evrópusambandsins. Lýðræðið náði með naumum meirihluta að ákveða framtíðar gjaldmiðil landsins.
Umræða

