-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Safnað fyrir Heimi og börn – áheitasund í Sundhöll Hafnarfjarðar

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þann 20. desember s.l. var Heimir Hilmarsson greindur með 4. stigs lungnakrabbamein

Í dag, þann 29. febrúar frá 18:00 til 18:00 ætlar hópur fólks að synda samfleytt boðsund í sólarhring og safna með því áheitum og stuðningi fyrir Heimi og börnin hans. Sundið hófst reyndar í gær á sama tíma og stendur enn yfir í rúman sólarhring. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning hans : Kt. 170766-5559 Reikningsnúmer nr. 0545-14-002499. Eða heita á hópinn og ánafna ákveðinni upphæð á hvern kílómetra. M.v. einn í lauginni í einu stefnir hópurinn á a.m.k. 72 km.  Skráning á https://forms.gle/7qjCkug9e9acTYjh9
Þá er auglýst hátíð í Sundhöll Hafnarfjarðar á milli klukkan 15 og18 í dag, undir yfirskriftinni, ,,Fögnum lífinu“
Þann 20. desember s.l. var Heimir Hilmarsson greindur með 4. stigs lungnakrabbamein.
Hann hafði fundið eitthvað til í mjöðminni síðan um sumarið og hélt hann hefði kannski tognað. En verkurinn hvarf ekki og hann var farinn að ganga örlítið haltur. Heimir var búinn að fara nokkrum sinnum til læknis útaf fætinum og öðrum verkjum en engar myndir voru teknar og hann aðeins greindur með tognun á mjöðm og stoðkerfisverki. Þess má geta að í ágúst tók hann þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hljóp þar sína fyrstu 10 km, og fyrir einhverja tilviljun þá hljóp hann með merki Krabbameinsfélagsins á hendinni þar sem stóð „ÉG HLEYP af því ég get það! Krabbameinsfélagið.“ Þá vissi hann ekki að hann væri með 4. stigs lungnakrabbamein.
Hann var slæmur í mjöðminni þá en ákvað að hrista það af sér og hlaupa samt. Fimm dögum seinna hljóp hann svo aftur 10 km í Fossvogshlaupinu og dró þá systur sína með sér. Áður hafði hann einungis hlaupið 5 km einu sinni, og það var líka í ágúst.
Svo var það þremur vikum fyrir jólin þegar hann var að fara með 5 ára dóttur sína í leikskólann, það var hálka úti, þá rann hann á hausinn þegar hann ætlaði að fara inn í bílinn. Þar lá hann bjargarlaus í smástund, eða þar til dóttir hans skrúfaði niður rúðuna og spurði hann afhverju hann vildi ekki keyra sig í leikskólann. Þá staulaðist hann inn í bílinn og keyrði hana í leikskólann. Þar gat hann kallað á eina mömmuna sem var að koma með barnið sitt í leikskólann og beðið hana um að taka dóttur sína inn í leiðinni.
Hann varð sér úti um hækjur eftir þetta og gekk með þær í um þrjár vikur, en það gekk misvel. Þegar elsta dóttir hans kom frá Danmörku til að vera hjá honum um jólin, þá sá hún að það þyrfti að láta líta á hann og fóru þau því upp á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi þann 20. desember. Þar báðu þau um að það yrði tekin mynd af fætinum og var það gert um leið. Margir sérfræðingar skoðuðu myndina áður en næstu skref voru ákveðin. Myndin sýndi meinvarp efst í lærbeininu og mjaðmarlið og fjögur brot í liðnum. Efsti partur lærleggs var því eins og egg með brotinni skurn sem ekki mátti við neinu. Næsta myndataka var lungnamynd sem sýndi æxli í vinstra lunganu sem eru upptökin að krabbameininu og það hefur einnig breiðst út í önnur bein svo sem rifbein, herðablað og viðbein. Krabbameinið er ekki skurðtækt en læknarnir ákváðu á aðfangadag að fjarlægja meinvarpið í mjöðminni og setja gervilið í staðinn svo að Heimir gæti gengið.
Heimir var á spítalanum í 11 daga, en fékk að fara heim í leyfi á aðfangadagskvöld til að vera með fjölskyldunni. Hann fór svo í aðgerð á jóladag þar sem meinvarpinu var smúlað út og nýjum mjaðmarlið var komið fyrir. Á gamlársdag fór hann svo heim með nýja mjöðm og tilbúinn að hefja slaginn við „krabbamennina“ eins og litla 5 ára dóttir hans kallar meinið.
Þetta er mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Heimir hefur alltaf verið mjög hraustur og frískur maður. Hann reykir ekki og hefur ekki drukkið áfengi í 31 ár!
Heimir er fimm barna einstæður faðir og yngstu tvö af systkinunum eru 7 ára og 5 ára sem vilja ekkert meira en að lækna pabba…bara eins og við öll!
Það sem er í stöðunni núna gegn krabbameininu er lyfjameðferð hjá Landspítalanum, jákvæðni, von og hugrekki og við biðjum Guð um styrk til að hjálpa honum og börnunum hans í gegnum þetta verkefni. Styrktarsjóður hefur verið stofnaður til að hjálpa Heimi í gegnum komandi tíma og það yrði aðstandendum kært að fá hjálparhönd frá ykkur sem geta. Kt. 170766-5559 – Rkn nr. 0545-14-002499
https://www.facebook.com/events/230621894635201/