Klukkan 18:14 var karlmaður handtekinn vegna gruns um ölvunaraksturs. Börn mannsins voru farþegar í bifreiðinni meðan á akstri hennar stóð.
Hann gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Hluti málsins verður unnið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld.
Kl. 19:00. Ökumaður bifreiðar ók aftan á aðra bifreið á Vesturlandsvegi. Bifreiðin var kyrrstæð þegar ekið var aftan á hana. Ökumaður kyrrstæðu bifreiðarinnar slasaðist talsvert í andliti. Ökumaður kyrrstæðu bifreiðarinnar var að bíða eftir umferð sem ekið var á móti áður en hann gat beygt út af veginum.
Kl. 21:54 Eldur kviknaði í íbúð í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Talsverðar skemmdir á íbúðinni. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins á vettvangi.
Umræða