• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Mánudagur, 7. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Aðgerðir í ljósi nýrrar tölfræði um ofbeldi gegn börnum á Íslandi

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
29. maí 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

 
UNICEF á Íslandi kynnti í síðustu viku nýja tölfræði sem bendir til þess að um þrettán þúsund eða 16,4% af þeim áttatíu þúsund börnum sem búa hér á landi verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Inni í þessum tölum er ekki vanræksla á börnum, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti. Líkur eru því á að vandamálið sé enn umfangsmeira.
„Þetta er alvarleg staða ekki síst í ljósi þess hversu alvarlegar og jafnvel varanlegar afleiðingar ofbeldi getur haft á líf og heilsu barna,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, sem hefur ákveðið að leggja til aðgerðir í fimm liðum til að bregðast við.
„Þó margt hafi breyst til betri vegar á síðustu árum vantar enn mikið upp á. Tölfræði UNICEF sýnir með afdráttarlausum hætti að við höfum ekki verið að setja börn í fyrsta sæti í samfélaginu og það er óviðunandi að stjórnvöld séu ómeðvituð um þær aðstæður sem börn búa við. Við þurfum að vita hvernig þeim líður og hvernig búið er að þeim til þess að geta brugðist við. Það er grundvallarforsenda þess að hægt sé að byggja upp samfélag þar sem börn eru sannarlega í forgrunni,“ segir Ásmundur Einar sem hefur kynnt sér ítarlega efni tillagna og tölfræði UNICEF á Íslandi og mun í ljósi þeirra fara af stað með neðangreind verkefni:

  1. Tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri sveitarfélög þar sem áhersla verður á hvernig megi greina upplýsingar þvert á kerfi sem benda til óviðunandi aðstæðna barna meðal annars þeirra sem búa við eða verða fyrir ofbeldi. Markmiðið er að gripið verði fyrr inn í með stuðningi og þjónustu ef hægt er eða meira íþyngjandi aðgerðum, eftir atvikum.
  2. Tilraunaverkefni með einu eða fleiri sveitarfélögum sem hefur það að markmiði að koma á markvissri mælingu á velferð barna á ákveðnu svæði, beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða meðal annars með tilliti til fjármagns og aðgerða.
  3. Komið verði á fót upplýsingamiðstöð undir forystu félagsmálaráðuneytisins með aðkomu opinberra stofnana, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins og annarra viðeigandi aðila. Sú miðstöð hafi það hlutverk að halda utan um upplýsingar, rannsóknir, tölfræði og fleira er varðar ofbeldi gegn börnum. Hún verði stjórnvöldum til ráðgjafar og leggi fram tillögur þegar kemur að mótun stefnu og aðgerða í málaflokknum, meðal annars er varðar barnavernd og aðra þjónustu við fjölskyldur og börn.
  4. Í ljósi skörunar á tölfræði um ofbeldi gegn börnum og gruns um ofbeldi á leikskólaaldri sem og fjölda tilkynninga sem berast barnavernd frá leikskólum verði farið, í samráði við menntamálaráðuneytið, í átak í gerð fræðsluefnis um ofbeldi gegn börnum og tilkynningarskyldu í barnavernd sem sérstaklega verði aðlagað að starfsfólki leikskóla. Fræðsluefnið verði kynnt í leikskólum um allt land, með það að markmiði að efla viðbrögð við grun um ofbeldi eða vanrækslu ungra barna. Tryggja þarf að skýrum viðmiðum sé fylgt um tilkynningarskylduna og efla samstarf og ráðgjöf af hálfu barnaverndar við starfsfólk leikskóla.
  5. Í framkvæmdaáætlun um í barnavernd 2019 – 2022 er að finna ýmsar aðgerðir sem koma munu að gagni í baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Hún er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis og mikilvægt að hún verði samþykkt sem fyrst. Meðal aðgerða má nefna:
  • Innleiðingu MST-CAN-meðferðar sem er sérstök útgáfa fjölkerfameðferðar (MST) fyrir fjölskyldur barna frá sex ára aldri þar sem könnun barnaverndarnefnda hefur leitt í ljós að ofbeldi eða vanræksla er á heimilinu.
  • Endurskoðun á forgangsröðun barnaverndartilkynninga, ekki síst til þess að tryggja skjót viðbrögð þegar upp koma mál þar sem grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi.
  • Eflingu barnaverndarnefnda og málsmeðferðarvinnu innan barnaverndarkerfisins meðal annars með það að markmiði að tryggja að brugðist verði við þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi.
  • Að hefja könnun á því hvernig hægt sé að bæta þjónustu við börn sem búa við, hafa upplifað eða hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, andlegu ofbeldi og/eða heimilisofbeldi og tryggja að þau fái sambærilega þjónustu og börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Væri það til dæmis hægt með opnun annars Barnahúss.

Ásmundur Einar segir UNICEF á Íslandi hafa vakið athygli á því að ofbeldi sé ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. „Þjóðin öll virðist slegin yfir þeim tölum sem fyrir okkur liggja og nú er mikilvægt að bregðast við. Aðgerðirnar sem hér eru kynntar eru liður í því en auk þess þarf að ráðast í heildarendurskoðun og endurskipulagningu á samfélaginu þar sem börn eru raunverulega sett í fyrsta sæti.”
Nú þegar er yfirstandandi vinna við heildarendurskoðun á þjónustu við börn innan ráðuneytisins í samvinnu við þverpólitíska þingmannanefnd og þá sem koma að málefnum barna vítt og breitt „Í þeirri vinnu hefur verið reynt að bregðast skjótt við en tryggja jafnframt aðkomu allra kerfa. Sú vinna varðar ekki aðeins ofbeldi gegn börnum heldur margt annað en lögð er áhersla á að allir komi að borðinu; öll kerfi, notendur, sérfræðingar og aðrir. Þetta er því ekki verkefni sem unnið er frá skrifborði í ráðuneyti. Núna er tækifærið. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,” segir Ásmundur Einar.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Veiddi slasaðan þorsk – ,,hefur allavega ekki lent á bíl“

    Veiddi slasaðan þorsk – ,,hefur allavega ekki lent á bíl“

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    96 deilingar
    Share 38 Tweet 24
  • Fiskifræðingur segir kvótakerfið algerlega brugðist og lagt landsbyggðina í rúst

    25 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Lýst eftir Kristínu O. Sigurðardóttur

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Fyrirtæki og þjónusta horfin eftir 40 ára kvótakerfi

    124 deilingar
    Share 50 Tweet 31
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?