Heimsmet í skerðingum – „Stjórnvöld ættu að skammast sín”
Ríkið leggur um 20-26% tekjuskatt til viðbótar ofan á greiddan lífeyri, þannig að í reynd fer um 70-80% af auknum tekjum frá lífeyrissjóðunum til ríkisins en minnihlutinn til kjarabóta lífeyrisþeganna.
Þannig hljómaði fyrirsögn á frétt Fréttatímans í vikunni þar sem vitnað var í skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar sem gerð var fyrir Eflingu-stéttarfélag, um kjör lífeyrisþega – Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða í mótun tekna. Athugasemd eða komment vikunnar á enginn annar en Gylfi Ægisson, sem lét eftirfarandi komment fylgja við greinina:
Hækka ellilífeyririnn í milljón strax eftir skatt og lækka laun alþingismanna niður í 450.000. kr. fyrir skatt…
- Af hverju að lækka laun alþingismanna svona mikið?
- 1 ) Vegna þess að þeir fá allt of mikinn pening fyrir að sitja á rassinum og gera ekki neitt.
- 2 ) Vegna þess að þeir fá allt of mikil frí á fullu kaupi fyrir að hafa setið á rassinum á Alþingi og gert ekki neitt.
- 3 ) Vegna þess að þeir ljúga öllu fögru fyrir kosningar og svíkja það svo eftir kosningar.
Umræða