Halla Tómasdóttir segist ekki kannast við sína aðkomu að fjárfestingum Sunnuness ehf., sem hún á 50% hlut í
Viðskiptablaðið hefur lagst í mjög vandaða vinnu við að skoða fjármál Höllu Tómasdóttur sem er nú forsetaframbjóðandi, en hún átti um 4% óbeinan hlut í þremur fyrirtækjum sem Síminn keypti í byrjun árs fyrir tæplega 5 milljarða króna. Í rannsókn Viðskiptablaðsins kemur eftirfarandi fram:
,,Áætla má að hlutdeild Höllu í söluverðinu sé í kringum 200 milljónir króna. Halla á 50% hlut í félaginu Sunnunesi ehf. á móti Jóni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Origo. Halla er jafnframt skráður stjórnarformaður félagsins en Jón er framkvæmdastjóri þess og fer fyrir félaginu.
Sunnunes, sem er skuldlaust, var með 240 milljónir króna í eigið fé í árslok 2022, samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins. Félagið hagnaðist um 53,8 milljónir króna árið 2022 samanborið við 2,2 milljóna hagnað árið áður. Þá birti Viðskiptablaðið skýringarmynd sem skýrir málið þar sem lesendur geta metið hvort saman fari hljóð og mynd um málið.