BRÆÐURNIR SEM HURFU – 1941 og 1974 – Hvarf Geirfinns Einarssonar 19. nóvember 1974 er sennilega eitt mest um fjallaða mannshvarf sem um getur á okkar ástkæra fróni. Fjallað er um mál hans og bróður hans á síðunni mannshvörf.is sem að heldur jafnframt úti facebooksíðu með sama nafni.
Geirfinnur var fæddur í Dalalandi á Vopnafirði 5. september 1942. Foreldrar hans voru Einar Runólfsson og Anna Guðbjörg Jónsdóttir. Geirfinnur var fjórða barn foreldrar sinna. Eldri en hann eru Þórunn, Runólfur Kristberg (hvarf 1941) og Runólfur Kristberg. Yngri en Geirfinnur eru svo Sigurður Smári og Lára Jóna.
Þegar móðir Geirfinns lést árið 1950 var systkinahópnum tvístrað og þau send í fóstur. Geirfinnur var sendur til ættingja sinna á bænum Straumi í Hróarstungu þar sem hann dvaldi fram á síðari hluta unglingsaldurs. Hélt hann þá að heiman og stundaði vinnu meðal annars á Seyðisfirði, Egilstöðum og í Neskaupstað.
Geirfinnur fluttist svo til Keflavík. Hann vann þar í fiski, stundaði eitthvað sjómennsku og svo við stjórnun vinnuvéla og þá mest hjá Ellerti Skúlasyni verktaka.
Fyrir Ellert vann hann meðal annars við framkvæmdir upp í Búrfelli og Sigöldu þegar reistar voru þar virkjanir.
Þegar hvarf hans bar að starfaði hann við ámokstur í grjótnámu sem var í tengslum við hafnarframkvæmdir í Sandgerði.
Geirfinnur giftist árið 1963 og eignuðust þau hjón tvö börn sem fæddust árið 1964 og 1970.
Þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974 fór Geirfinnur frá heimili sínu að Brekkubraut 15 í Keflavík, til fundar við óþekktann mann eða menn við Hafnarbúðina í Keflavík um kl 22:30. Hann var þá ný kominn heim aftur, en hann hafði farið út fyrr um kvöldið eða um klukkan 22:00 til að mæta á áðurgreint stefnumót en virðist ekki hafa hitt neinn eins og til stóð og því farið heim aftur. Þegar hann var rétt kominn heim hringdi síminn og heyrðist Gerifinnur segja í símann. „Ég er búinn að koma“ og svo litlu síða „allt í lagi, ég kem þá“ Ekkert hefur spurst til hans síðan.
Þórður Ingimarsson vinur og vinnufélagi Geirfinns hafði eftir honum frá því fyrr um þetta kvöld að honum hefði þótt þetta stefnumót undarlegt.
Geirfinnur hafi sagt sér að hann hafi átt að koma einn, fótgangandi á stefnumotið og enginn mætti vita af því og talað um að sennilegast væri rétt að vera vopnaður.
Upphófst umfangsmikil leit og síðan sakamálarannsókn, fyrst í Keflavík og svo síðar í Reykjavík. Til að byrja með skilaði hún litlu sem engu. Það fór þó svo að fyrir rest að nokkur ungmenni dæmd fyrir aðild að hvarfi hans. Aldrei fannst þó líkið.
Síðar kom í ljós að víða var pottur brotinn við rannsókn málsinns og það fólk sem var dæmt að öllu líkindum saklaust. Enda er nánast öruggt að þeir sem játa á sig morð geta þá gefið trúlega skýringu á því hvað var gert við líkamsleifar þess myrta, sérstaklega þegar um fleiri en einn geranda er að ræða. Það vanntaði stórlega upp það við rannsókn málsinns.
Í upphafi rannsóknarinnar var auglýst eftir mann í brúnum leðurjakk sem sást í Hafnarbúðinni kvöldið örlagaríka og fékk þar að nota síma. Gengið var út frá þvi að þessi maður hefði verið að hringja í Geirfinn þar sem það passa við þá tímasettningu á símtali því er barst á heimili Geirfinns eftir að hann kom heim úr fyrri ferðinni í Hafnarbúðina.
Eins var auglýst eftir manni sem komið hafði á smurstöð Þórshamars og Gistiheimilið Stórholti á Akureyri 26. nóvember. Maður sá hafði verið á rauðum Fiat 600 á G númeri.
Líka var auglýst eftir manni sem sást á spjalli við Geirfinn í stiga skemmtistaðarinns Klúbbsinns tveim dögum fyrir hvarfið.
Lýsing á útliti þessara þriggja mann og klæðnaði voru allar á svippaða leið en aldrei gáfu þeir sig fram og hefur því löngum verið talið að þessi þrír eftirlýstu einstaklingur séu einn og sami maðurinn.
Geirfinnur var heilsuhraustur, fremur fáskiptinn og dulur. Góður starfskarftur og flinkur tækjastjórnandi. Þegar hann hvarf var hann klæddur í bláa hettuúlpu, grænköflótta skyrtu, grænleitar flauelsbuxur og brúna uppháa skó með rennilás að innanverðu. Hann var með reykjarpípu á sér og tóbaksbréf.
Ekki verður farið nánar út í þá sakamálarannsókn sem var í kringum hvarfið í þessum pistli.
Runólfur Kristberg Einarsson bróðir Geirfinns var fæddur árið 13. maí 1938.
19. Júní 1941 fór hann ásamt systur sinni og og fleiri börnum upp í fjalla til föður þeirra sem vann þar við að gera við reiðgötur sem lágu yfir í næsta dal ásamt fleiri mönnum. Voru krakkarnir að fær þeim nesti. Þegar menn höfðu notið næringar sinnar héldur krakkarnir heim á leið.
Á leiðinni þurfti að fara yfir gilskorning og þegar yfir hann var komið vildi Runólfur snúa aftur til föður síns og varð svo úr. Þegar karlar komu aftur heim á bæ um kvöldið eftir gott dagsverk höfðu þeir ekkert orðið varir við Runólf. Hófst þá umfangsmikil leit en aldrei fannst neitt nema annar skórinn hans. Aldrei hefur komið í ljós hvað varð um hann með neinni vissu en gengið var útfrá því að hann hafi fylgt gilinu á enda og hrapað þar fyrir björg í sjó fram.
Skömmu fyrir hvarfið hafði Önnu og Einari foreldrum hans fæðst drengur sem ekki var búið að skýra og hlaut hann nafn bróður síns.
Reistur hefur verið minnisvarði um þá bræður, Runólf og Geirfinn á æskustöðvum þeirra á Vopnafirði. Við samantekt þessa fannst enginn mynd af Runólfi og ef einhver hefur slíkt undir höndum og vill deila henni má senda hana á tölvupóstfangið mannshvarf@gmail.com.
Búir þú yfir upplýsingum varðandi ofangreint, eða önnur mannshvörf er þér bent á að hafa samband með tölvupósti. Póstfangið er mannshvarf@gmail.com – Fullum trúnaði er heitið.