Þetta er helst frá lögreglunni frá klukkan 17:00 í gær. Það eru 53 mál skráð í lögreglukerfið á tímabilinu. Þegar þetta er ritað þá gista 4 einstaklingar í fangageymslum lögreglu.
Nóttin var frekar róleg en lögregla sinnti þjófnaðarmálum, aðstoðaði ölvaða einstaklinga, sinnti útköllum þar sem kvartað var yfir hávaða, útköllum þar sem heimilisófriður átti sér stað, ölvaður ökumaður handtekinn, nokkrir kærðir fyrir of hraðan akstur og að aka gegn rauðu ljósi og fleira.
- Hverfi 104; Tilkynnt um menn sem fóru inn á bar og réðust á annan mann. Tilkynningunni fylgdi að einn mannanna hefði dregið upp hníf á vettvangi en ekki beitt honum gegn neinum. Mennirnir fóru síðan allir og óku á brott. Lögregla mætti á staðinn en þá var brotaþoli líka farinn en hann hafði farið á annarri bifreið. Það var tekinn framburður af vitnum en brotaþoli hefur ekki fundist og málið því í pattstöðu.
- Hverfi 110; Tilkynnt um mann sem hafði gengið berserksgang við íbúðakjarna. Maðurinn hafi ráðist gegn íbúa, haft í hótunum og skemmt eigur. Maðurinn var handtekinn en á honum fundust meint fíkniefni. Hann var vistaður í fangaklefa þar til hann verður skýrsluhæfur.
- Hverfi 110; Tilkynnt um unga menn á bifreið þar sem þeir skutu gelkúlum úr leikfangabyssu að öðrum vegfarendum. Lögregla ræddi við mennina sem iðruðust og lofuðu að láta af hegðuninni.
- Hverfi 200; Ökumaður stöðvaður en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var þetta í tólfta skiptið þar sem ökumaðurinn var stöðvaður vegna aksturs sviptur ökuréttindum.
Umræða