Ferðaþjónustufyrirtækið Íslandshótel tapaði 1,2 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2024. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.
Eignir félagsins námu í lok tímabilsins tæpum 63 milljörðum króna og lækka lítið eitt á milli ára.
Eigið fé hótelsamstæðunnar nemur nú tæpum 22 milljörðum króna en var tæpir 23 milljarðar á sama tíma í fyrra.
Tekjur félagsins á tímabilinu voru svipaðar og í fyrra og námu 6,7 milljörðum króna, en gistinætur voru 5% færri milli tímabila.
Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er 35%.
Í tilkynningu segir að tapreksturinn megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis.
Umræða