Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar hennar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöld, en tilkynning um málið barst kl. 20.20. Tveir, grímukæddir menn komu að bifreið sem þarna var og bæði ógnuðu fólkinu sem í henni var með eggvopni og slógu til ökumannsins sem hlaut áverka af. Síðan rændu þeir nokkru af munum úr bifreiðinni.
Þeir sem búa yfir vitneskju um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umræða