Umferðarslys varð í mislægum gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar rétt eftir klukkan tólf, þegar þrír bílar rákust saman í árekstri.
Þrír aðilar voru fluttir til aðhlynningar á slysadeild, tveir þeirra hlutu minni háttar áverka en einn er meira slasaður.
Beita þurfti klippum til að ná einum manni úr bifreið. Talsverðar umferðartafir eru vegna árekstursins.
Umræða