Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðakönnun Útvarps Sögu í dag, telur að ríkislögreglustjóri eigi að víkja með því fara í frí á meðan rannsókn fer fram á fjármálasamningum embættisins. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þesari könnun var spurt: Á ríkislögreglustjóri að fara í frí á meðan rannsókn fer fram á fjármálasamningum embættisins?
Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já: 95,3%
Nei: 3%
Hlutlaus: 1,6%
Umræða

