Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari, betur þekktur sem Texas-Maggi, er látinn, 59 ára að aldri. Hann var fæddur 19. maí 1960 og var vinsæll á meðal landsmanna og þekktur sjónvarpsmaður.
Magnús Ingi vakti mikla athygli árið 2016 er hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands og var kosningabarátta hans á léttum nótum og einlæg eins og hann kom landsmönnum fyrri sjónir.
Hann rak veitingastaðinn Texasborgara í fimm ár og rak einnig tvo aðra veitingastaði á nýliðnum árum, Sjávarbarinn og Matarbarinn.
Magnúsar er minnst fyrir sjónvarpsþætti sína þar sem hann ferðaðist um landið og kynnti landanum matreiðslu í sjónvarpsþætti sínum á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Analisa Monticello.
Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.