Mamma fékk ekki að upplifa síðustu jólin með okkur vegna okkar lélega heilbrigðiskerfis. Hún var dáinn 6 vikum eftir greiningu á krabbameini.
Saga mín og mömmu er ekki einsdæmi, því miður. Þú sem þetta lest hefur kannski upplifað þetta líka vegna heilbrigðiskerfisins okkar.
Mamma mín trúði alltaf á mig og elskaði mig af öllu hjarta þrátt fyrir mína ýmsu galla. Að missa foreldri langt fyrir tímann þar sem hún var bara ný orðin 60 ára óska ég engum í lífinu. Við vorum tengd að innsta kjarna og áttum ævintýralega og fallega ævi saman vægast sagt.
Ég upplifi lífið á ákveðinn óvenjulegan hátt eins og stór prósenta fólks í heiminum og fólk veit að ég hef unnið sem spámiðill, sáluhjálpari og andlegur leiðbeinandi.
Og alveg eins og ég vissi um og spáði meðal annars fyrir um Grindarvíkugosið á Útvarp Sögu fyrir nokkrum árum að þá vissi ég að mamma myndi kveðja fyrir tímann. Að hafa spádómsgáfu er bæði bölvun og blessun því maður reynir að koma í veg fyrir hið neikvæða sem maður sér langt fram í tímann. Maður reynir að breyta því eða koma í veg fyrir það. Alveg eins og ég veit í dag að það kemur gos á óvæntum stað bara rétt hjá Grindavík að nóttu til og neðan sjávar gos hjá Grímsey sem dæmi.
Í flestum tilvikum þegar kemur að þessu er best að gera ekki neitt. Leyfa bara hlutunum að gerast því enginn manneskja eða andleg vitundarvera fær flúið örlög sín.
En ég sá að ég gat ekkert gert þegar kom að móðir minni en vildi samt eiga bara ein jól í viðbót með henni en hún var líka rammskyggn.
Hún lést 19. September 2023.
Ég og mamma vorum jólabörn og það var mjög sérstakur tími. Jólin fjölskyldu minnar voru alltaf mjög hátíðleg og sérstök.
Í dag er ég hættur í andlegum málum og vil bara skapa fallegar minningar með ástvinum mínum og nota tímann sem ég hef með þeim.
Pabbi og mamma hlupu á milli lækna í allavega tvö ár til að fá hjálp. Eina sem hún fékk voru lyf eftir lyf sem hjálpuðu henni ekkert og það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Krabbameinið sem hún var með var ólæknandi og í meltingarvegi og meltingarfærum. En ef læknar hefðu tekið hana fyrr inn hefði verið getað hægt að gera aðgerð og gefa henni nokkra mánuði í viðbót og við fengið ein jól í viðbót.
En það virtist enginn geta tekið hana strax inn, greint hana og gefið henni meðferð fyrr en 6 vikum áður en hún lést. Pabbi þurfti að öskra á bæði heimilislækna og sérfræðinga svo þeir loksins gerðu eitthvað en það var of seint.
Í fyrra hélt ég ekki upp á jólin. Ég gat það ekki. Ég var einn heima hjá mér um jól og áramót. Við bregðumst öll mismunandi við áföllum og þetta voru mín viðbrögð. Horfandi til baka hefði ég viljað vera með fjölskyldunni minni en faðir minn býr bara 300 metra frá mér.
Þessi jól ætla ég að halda upp á og er byrjaður að skreyta þó ég verði held ég annarsstaðar en á Ólafsfirði með pabba ef það sem ég sé með desember er rétt en ég hef sjaldan rangt fyrir mér þegar kemur að sjá fyrir tímann.
En mig langaði til að skrifa þessa stuttu grein því allt þjóðfélagið er á hliðinni. Ég vil ekki sjá Sjálfstæðisflokkinn né Framsókn. Að kjósa þessa flokka er að kjósa framtíðarþjáningu fyrir þig, mig, ástvini og Ísland.
Skilgreining á geðveiki er að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu. Gömlu flokkarnir eru það sama. Vegna ykkar, ekki kjósa þá vil ég segja við ykkur. Það mun lítið breytast þá næstu 4 árin.
Heilbrigðiskerfið er á hliðinni og eins og stendur erum við alls ekki besta þjóð í heimi. Langt frá því. En við getum náð þangað með réttum ákvörðunum.
Ég ætla að kjósa Flokk fólksins því ég veit áhrifin sem sá flokkur hefur og hvað hann mun gera fyrir land og þjóð. Og mig langar að biðja þig um að gera það líka núna en ekki bíða í 4 ár til þess að sjá enn á ný að gömlu flokkarnir breytast ekkert.
Ég er að biðja þig um að taka mig á orðinu og treysta mér fyrir framtíð Íslands með því að setja X við F. Hlustaðu á hjarta þitt.
Inga Sæland og flokksmenn munu gera mikið fyrir alla í landinu en ekki bara ákveðna hópa. Ég hef skrifað nýlega nokkrar greinar um þetta og þess vegna skrifa ég þessi lokaorð í þessari kosningabaráttu. Kjósum X-F fyrir þig og Íslensku þjóðina.
Það er það sem mamma mín hefði gert.
Og það er það sem ég og mín fjölskylda munum gera 30. Nóvember
Endilega nýttu rétt þinn að kjósa og hlustaðu á hjarta þitt.
https://frettatiminn.is/06/11/2024/heilbrigdiskerfid-logar-og-er-ad-hrynja-thu-attir-betra-skilid/
https://frettatiminn.is/05/11/2024/bob-marley-og-islenskar-kosningar/
https://www.dv.is/eyjan/2024/11/26/gisli-hvanndal-jakobsson-skrifar-sjukrahusid-vogur-og-kosningar/
Höfundur Gísli Hvanndal Jakobsson
Eilífðarstúdent