6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Hörkulaun hjúkrunarfræðinga – Launaseðill opinberaður

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Hér kemur seinasti marktækti launaseðill minn fyrir fæðingarorlof.“ Segir hjúkrunarfræðingur á facbooksíðu og birtir meðfylgjandi launaseðil:


Grunnlaun þarna eru 423 þús fyrir 100% vinnu, en fyrir fæðingarorlof var ég komin upp í grunnlaun 456 þús. Útborgað fyrir 80% vaktavinnu fékk ég 328 þús, þarna var meira að segja orlofsuppbótin einnig inní. Mér hefur fundist verið mikil fáfræði út í samfélaginu varðandi laun hjúkrunarfræðinga.

Einhverjir eru komnir með fínustu laun, en ekki þessi almenni hjúkrunarfræðingur sem vinnur þrískiptar vaktir, rauða daga, kvöld og helgar.Fimmti hver hjúkrunarfræðingur er hættur innan við 5 ár, sem er glórulaus þróun miðað við vöntun á þeirri stétt. Í samfélaginu eru til nóg af hjúkrunarfræðingum, en spurning um að fara að reyna að halda þeim í vinnu. Ég er heppin með minn vinnustað, reynt að gera allt fyrir mann o.s.frv. en launin eru aftur á móti eins og þau eru.

Ég tók ákvörðun að breyta minni stöðu, þar sem þetta var ekki að ganga að vera í vaktavinnu, og fá léleg laun fyrir það. Við ætluðum að hafa soninn sem lengst heima, svo ég ákvað að skella mér í Master í kennsluréttindum, sem ég sé alls ekki eftir. Vorið 2021 mun ég væntanlega útskrifast sem kennari. Með því að fara vinna sem grunnskólakennari, mun ég hækka um rúmlega 100 þús í grunnlaunum, fæ jólafrí, páskafrí, helgarfrí, frí á kvöldin, frí á næturnar og lengra sumarfrí.
Hjúkrunarfræðin er hörkunám, MIKIL ábyrgð í starfi og oft á tíðum krefjandi að vinna vaktavinnu með börn á heimilinu.

Ég hlakka til að breyta minni stöðu á vinnumarkaði, að vera ekki sjálf að fá hjartaáfall í vinnunni yfir stressi að einhver annar sé að leggjast inn með hjartaáfall.