Tilkynnt var um umferðaróhapp við Kaplakrika í Hafnarfirði upp úr klukkan fimm í gær þar sem ökumaður ók aftan á bifreið og yfirgaf síðan vettvanginn. Ökumaðurinn var síðar stöðvaður á Reykjanesbraut við Álverið þar sem hann er handtekinn grunaður um ölvun við akstur.
Að lokinni sýnatöku var hann vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var á var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild vegna eymsla í baki, háls og öxl.
Umræða