ÞÖGGUNIN TEKUR Á SIG MARGAR MYNDIR…

Nú er verið að þvo vegginn sem málað var á vegglistaverk um helgina. Veggurinn stendur við Sjávarútvegshúsið. Hann hefur verið útkrotaður árum saman en spurningin „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ fékk að vera á honum í tæpa 2 sólarhringi áður en hreinsisveit yfirvalda var ræst út.
Þeir geta þvegið þetta af veggnum, en spurningin verður vonandi aldrei þvegin úr vitund þjóðarinnar. Við eigum nýja stjórnarskrá. Klárum verkið – skrifum undir! www.nystjornarskra.is – Vinsamlegast deilið.
Rétt áður en stjórnvöld ruku til og hreinsuðu vegglistaverkið af veggnum um ákall um nýja stjórnarskrá hafði félagið fagnað 30.000 undirskriftum:
,,MARKIÐI OKKAR UM 30.000 UNDIRSKRIFTIR HEFUR VERIÐ NÁÐ! Við höldum ótrauð áfram því undirskriftasöfnuninni lýkur ekki fyrr en 19. október! Takk öll fyrir baráttuna. Þetta er stórkostleg stund. www.nystjornarskra.is