Karlmaður um sextugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum.
Rannsókn málsins miðar vel, en annar karlmaður hefur einnig réttarstöðu sakbornings í málinu. Í fyrri tilkynningu um málið í dag var ranglega sagt að maðurinn í haldi lögreglu, sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, væri á fimmtugsaldri og leiðréttist það hér með.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða