Þingmanninum Jóni Gunnarssyni hjá Sjálfstæðisflokki var hótað af forseta Alþingis að honum yrði vísað úr þingsal ef hann hætti ekki að trufla störf þingsins. Áður hafði Jón Gunnarsson hótað málþófi vegna þess að honum er frumvarp ríkisstjórnarinnar ekki þóknanlegt og hefur hann verið sakaður um að verja sérhagsmuni og fjölskylduhagsmuni í fjölmiðlum í vikunni.
Landssamband smábátaeigenda sá ástæðu til að birt frétt um hegðun þingmannsins á vef sínum og er hún hér að neðan:
,,Grásleppan rædd á Alþingi: „Ef þingmaðurinn getur ekki gefið ræðumanni hljóð, þá þarf forseti að vísa honum úr salnum.“

Upp úr sauð á Alþingi í gær, 29/01/2026, í umræðum undir liðnum „fundarstörf forseta“ þar sem stjórnarandstaðan krafðist þess að grásleppufrumvarpið yrði tekið af dagskrá.
Mikið var um framíköll úr þingsal og átti Lilja Rafney Magnúsdóttir í stökustu vandræðum með að flytja mál sitt vegna hegðunar sem ekki á að líðast á Alþingi.
Sá einstaki atburður átti sér stað að forseti alþingis áminnti Jón Gunnarsson, þingmann stjórnarandstöðunnar, að ef hann hætti ekki framíköllum yrði honum vísað úr þingsal.
Umræðurnar í heild sinni má nálgast í hlekk í fyrstu athugasemd, grásleppuumræðan byrjar kl. 18.31
Umræða

