„ÓHUGNAÐUR DAGSINS – Sýslumaðurinn á Vestfjörðum krefst HUNDRAÐ MILLJÓN króna tryggingar vegna lögbannsbeiðni sem snýst um að hindra fyrirhugað sjókvíaeldi þar til skorið hefur verið úr um lögmæti leyfa„
Þetta skrifar Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur á facebook-síðu sína en hún hefur barist gegn því að norskir auðmenn fái án leyfa að sölsa til sín náttúruperlur og náttúruauðlindir á Vestfjörðum með sjókvíaeldi.
Í frétt segir Samstöðin að ,,ekki hafi fengist staðfest frá sýslumanni að hann leggi fram svo háa tryggingakröfu en ætla má að Katrín sem starfar í umboði landeiganda á Vestfjörðum hafi rétt fyrir sér í þessum efnum og hafa margir orðið til að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum sýslumanns.
Hörð viðbrögð hafa einnig orðið á Alþingi og úti í samfélaginu vegna frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen, sem gerir auðmönnum kleift að eignast firði landsins ótímabundið. Með eldi sem veldur miklum spjöllum og engin sátt er um.“