Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin á Grænlandsundi sendir okkur skil með suðaustan strekkingi í dag og rigningu seinni partinn, en á Austurlandi ætti þó að vera hægari vindur og bjart norðaustantil. Þar má einnig búast við að hiti fari víða yfir 20 stig. Skilin fara nokkuð hratt yfir og dregur strax úr rigningunni á suður- og vesturlandi í kvöld, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil.
Þegar líður á morgundaginn styttir upp og ágætis möguleiki er á að sólin sýni sig í flestum landshlutum seinni partinn. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Spá gerð: 30.06.2024 06:08. Gildir til: 01.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-15 m/s með morgninum og dálítil súld, en hægari fyrir austan og bjartviðri norðaustanlands. Fer að rigna sunnan- og vestantil síðdegis og snýst í hægari suðvestlæga átt í kvöld. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast um landið norðaustanvert.
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 í fyrramálið, hvassast í Öræfum. Rigning norðaustanlands í fyrstu, annars víða lítilsháttar væta. Styttir upp þegar líður á daginn og léttir víða til. Hiti 10 til 16 stig. Spá gerð: 30.06.2024 05:01. Gildir til: 01.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar eftir hádegi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðlæg átt 3-8 og víða dálítil væta. Bjart með köflum suðvestantil, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 30.06.2024 08:07. Gildir til: 07.07.2024 12:00.