Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í umdæminu í byrjun síðustu viku. Um er að ræða innbrot í tvær verslanir, önnur er í Kópavogi og hin í Reykjavík, en úr þeim var stolið miklum verðmætum eins og fram hefur komið.
Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í síðustu viku, en þremur þeirra var síðan sleppt úr haldi. Fjórði maðurinn var hins vegar úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til nk. föstudags, 4. október. Hinir tveir, sem einnig sitja í gæsluvarðhaldi, voru handteknir á Austfjörðum fyrir helgina og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 2. október.
Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil, en miðar ágætlega. Lagt hefur verið hald á lítinn hluta þess sem stolið var.
Umræða