-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Meiriháttar svindl í kvótakerfinu – Stór fiskur skráður sem undirmál, 50% sparnaður á kvóta

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Þegar undirmálsafli er reiknaður til kvóta gildir hann einungis helminginn af því sem gildir um stærri fisk.  Skylt er að koma með allan afla að landi og það hefur því verið talið æskilegt að koma til móts við þá sem  fá smáfisk í veiðiferð með því að draga einungis helming af kvótanum af bátnum og vinna þannig gegn brottkasti.  Á móti kemur að þetta fyrirkomulag getur skapað freistingu til að skrá stærri fisk sem undirmál og minnka þannig kvótafrádráttinn á móti aflanum. Með öðrum orðum, ef skip með t.d. 1000 tonna kvóta, landar yfir ákveðið tímabil 100 tonnum af vænum fiski og skráir hann sem undirmál, þá græðir útgerðin 50 tonn af kvóta eða helming. Þá má ekki gleyma því að fiskifræðingar vinna sína útreikninga á fiskveiðistofninum við Ísland, m.a. út frá uppgefnum tölum og hafa gert í marga áratugi í kvótakerfi sem hefur ekki skilað auknu veiðiþoli eða árangri í rúm 30 ár. 

Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa reglulega eftirlit með réttmæti skráningar á undirmálsafla bæði á hafnarvog og í vinnsluhúsum,  þ.m.t. hjá fiskmörkuðum.  Þetta er gert með því að taka prufur úr lönduðum undirmálsafla og athuga hvort flokkunin í undirmál standist þær reglur sem um hana gilda.
Hér að neðan má sjá niðurstöður undirmálsmælinga sem Fiskistofa hefur staðið að á undanförnum 5 árum skipt eftir þeim veiðarfærum sem aflinn veiddist á.  Af litaskiptingu borðanna á myndinni sést hvort landaður afli sem  kannaður var hafi réttilega (blátt) eða ranglega (appelsínugult) verið skráður sem undirmál. Þarna má lesa bæði hlutfall og fjölda bæði rétt og rangt skráðra tilfella.  Árið 2015 voru t.d. teknar 32 prufur úr undirmálslöndun á afla frá landbeittri línu og af þeim stóðust 22 tilfelli ekki skoðun því ekki var um undirmálsafla að ræða.
Fiskistofa beitir áhættugreiningu af ýmsu tagi til þess að hafa eftirlit með fiskveiðum sem áhrifaríkast.  Þetta er mikilvægur þáttur í því hlutverki Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við  ábyrga nýtingu auðlinda hafsins. Fiskistofa hyggst á næstunni birta frekari upplýsingar um löndun og skráningu  á undirmálsafla, m.a. verða þar upplýsingar um  hvernig slíkar landanir skiptast milli hafna. Fiskistofa birtir neðangreinda töflu um ástandið:

Mik­il mun­ur milli hafna

Þá kemur fram í viðtali mbl. is við Áslaugu Eir Hólm­geirs­dótt­ur, sviðsstjóra veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu um sama mál að það kunni að vera spurn­ing hvort þetta sé út­breitt vanda­mál eða hvort það séu sömu aðilar sem eru staðnir að því að skrá und­ir­máls­afla rangt. Áslaug seg­ir í viðtalinu að ekki séu vís­bend­ingar um slíkt. „Við reyn­um að passa að vera ekki að mæla sama aðila mörg­um sinn­um, þó kannski kunni að koma ein­staka sinn­um fyr­ir að sami aðili er mæld­ur tvisvar sama árið. Við reyn­um að dreifa þessu. Og við sjá­um líka eft­ir höfn­um að það er ein­hvern veg­inn miklu al­geng­ara að menn nýti sér það að aðskilja afl­ann og skrá und­ir­mál á viss­um stöðum. Til dæm­is hef­ur Bol­ung­ar­vík verið hæst ár eft­ir ár á meðan aðrir nota mjög lítið þessa reglu og eru ekk­ert að skrá und­ir­máls­afla. Þannig að þetta virðist vera svæðis­bundið hvort menn hag­nýti þessa reglu eða ekki.“

Tafla byggð á viðtali mbl. is við Áslaugu Eir Hólm­geirs­dótt­ur, sviðsstjóra veiðieft­ir­lits hjá Fiski­stofu

Rétt skráning undirmálsafla
  • Skipstjóra fiskisskips ber að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar um aflann berist til hafnarvigtarmanns.
  • Mörk á undirmálsfiski eru mismunandi eftir tegundum, sbr. töfluna hér að neðan.
  • Í tilfellum þar sem hlutfallslega lítið af þeim afla sem skráður er sem undirmál reynist vera yfir viðmiðunarmörkum  sendir  veiðieftirlit Fiskistofu viðkomandi leiðbeiningarbréf og tilkynningu um að skráning alls aflans sem um ræðir verði leiðrétt þannig að hann teljist ekki undirmálsfiskur.
  • Í tilfellum þar sem frávikið er meira hlutfallslega má vænta þess að úr verði brotamál sem getur leitt til sviptingar veiðileyfis.
 Fisktegund  Lengdarviðmið, undirmál  Lengdarviðmið hausað undirmál
 Þorskur  50 cm  27    cm
 Ufsi  50 cm  31    cm
 Ýsa  45 cm  26,5 cm
 Gull- og djúpkarfi  33 cm  ————