Frá kl. 07:00 til 17:00 eru skráð 90 mál í lögreglukerfið.
Þar af eru 12 þjófnaðarmál, ein líkamsárás þar sem árásaraðili var handtekinn og vistaður í fangaklefa, þolandi meira skelkaður en slasaður. Sjö eignarspjalla mál eru skráð og eru af ýmsum toga, skemmdir á bifreið, rúðubrot, veggja krot og fl.
Ein brunatilkynning var og hafði gleymst pottur á hellu. Ekki hlaust skaði af né skemmdir. Tveir aðilar voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur/vímuefnaakstur og einn fyrir að aka bifreið og tala í síma um leið. Þrír ökumenn óku um án ökuréttinda. Kærðir á vettvangi.
Engin umferðarslys eru skráð hjá lögreglu.
Umræða