Helstu atriði úr dagbók LRH frá 17-05. Þegar þetta er ritað eru fimm vistaðir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 82 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili
Lögreglustöð 1
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður kærður fyrir að aka bifreið á VSK númerum í einkaerindagjörðum.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
- Stúlka kærð fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum í þeim tilgangi að komast inn á skemmtistað.
- Maður kærður fyrir brot á lögum um velferð dýra eftir að hafa verið staðinn að því að sparka í hundinn sinn. Hundurinn tekinn af manninum og komið í viðeigandi athvarf.
- Tvö handtekin og vistuð í fangaklefa grunuð um líkamsárásir og hótanir.
- Maður handtekinn grunaður um brot á áfengislögum og lögum um útlendinga. Reyndist einnig hafa fíkniefni í sínum fórum. Vistaður í fangaklefa.
- Maður handtekinn grunaður um brot á lögreglusamþykkt fyrir óspektir í miðborginni.
- Maður handtekinn fyrir að hafa þvaglát á almannafæri í viðurvist lögreglumanna. Hann reyndist með öllu ófær um að sýsla með eigin hagsmuni sökum ölvunar og var vistaður í fangaklefa þar til ástand hans leyfir að við hann verði rætt.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Reyndist einnig aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 2
- Tilkynnt um eld í bifreið.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefna- og ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Kona handtekin grunuð um fíkniefnaakstur. Reyndist einnig vera svipt ökurétti. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Kona handtekin grunuð um fíkniefnaakstur og akstur svipt ökurétti. Hefðbundið ferli.
- Tilkynnt um hóp ungmenna að veitast að manni. Árásarþoli reyndist hafa hlotið stórfellt líkamstjón af árásinni og var eitt ungmennið handsamað. Málið unnið í samvinnu við barnavernd og er í rannsókn.
- Maður handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Hefðbundið ferli.
- Maður handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur. Var einnig sviptur ökurétti. Hefðbundið ferli.
Lögreglustöð 3
- Maður kærður fyrir að aka á 116 km/klst á 80 götu. Afgreitt á vettvangi.
- Tilkynnt um líkamsárás hvar gerendur og þolandi voru ungmenni.
- Höfð afskipti af ungmennum sem voru að reyna að valda skemmdarverkum.
- Tilkynnt um líkamsárás og er málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4
- Maður kærður fyrir að aka á 110 km/klst á 80 götu. Afgreitt á vettvangi.
- Tilkynnt um líkamsárás. Málið er í rannsókn.
- Tilkynnt um tvö innbrot með stuttu millibili. Innbrotsþjófurinn handsamaður skammt frá vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málanna.
- Einn fluttur á slysadeild með áverka eftir meinta líkamsárás. Málið er í rannsókn.
Umræða

