3.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Fjögurra mánaða barn á Akureyri með COVID-19

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fjögurra mánaða gamall drengur var í síðustu viku greindur með kórónuveiru sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa hafa blánað í slæmu hóstakasti. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, er með barnið á brjósti en er sjálf ekki smituð af veirunni. Þetta kom fram á Rúv.is áðan.
Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag og er kominn heim í einangrun. Á heimilinu er sex manna fjölskylda sem öll er í sóttkví en enginn sýnir einkenni Covid-19. „Hann á að vera í einangrun en þar sem að hann er bara fjögurra mánaða fylgi ég með og við reynum að halda hæfilegri fjarlægð en þetta er ekkert mjög auðvelt, Ekki með svona mörg börn.“ Guðrún Ólöf segir þó að vel sé haldið utan um fjölskylduna. Drengurinn sé allur að braggast og að verða sjálfum sér líkur.

Hér er hægt að lesa alla fréttina á Rúv.is