Nú þegar hafa menn verið að braksa með þennan kvóta í kaupum og sölum en eins og lög gera ráð fyrir, getur ríkisstjórn á hverjum tíma lagt niður kvótakerfið í heild eða að hluta. þar sem úthlutun veiðiheimilda er aðeins í eitt ár í senn og því á enginn þann fisk sem þeir fá afnotarétt af einu sinni á ári. – (Leiga gegn auðlindagjaldi til eigandans)
Hitt er svo annað mál ef einhver er svo bláeygður að taka veð í kvóta sem er bara afnotaréttur (leiga gegn auðlindagjaldi), eða kaupa hann, þá er það hans áhætta. Veðhafar hafa veð í skipum en ekki kvóta sem má ekki veðsetja, þar sem fiskveiðiauðlindin er þjóðareign og ekki er hægt að veðsetja eitthvað sem menn eiga ekki.
Inga Sæland hefur heitið því að leggja niður kvóta á grásleppu og segir að hann verði afnuminn fyrir næstu úthlutun sem verður til eins árs eins og allar aðrar aflaheimildir sem ríkið úthlutar sem afnota- og leigukvóta gegn auðlindagjaldi til ríkisins. Mikill vandræðagangur var hjá fyrrverandi ríkisstjórn varðandi kvótasetninguna og meðal annars var þingmaður þá sakaður um eigin hagsmunapot.
Hörð andstaða var á meðal sjómanna um málið sem og Landssambands smábátaeigenda. Þá er vitað að nú þegar hafa menn verið að braksa með þennan kvóta í kaupum og sölum en eins og lög gera ráð fyrir, getur ríkisstjórn á hverjum tíma lagt niður kvótakerfið, þar sem úthlutun veiðiheimilda er aðeins í eitt ár í senn og því á enginn þann fisk sem þeir fá afnotarétt af einu sinni á ári. Inga sagði í viðtalsþætti á Samstöðinni í gær að grásleppa yrði tekin úr kvóta árið 2026.
Mælti fyrir frumvarpi sem eykur réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda og bætir upplýsingar um leigumarkaðinn
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á húsaleigulögum fyrir helgina. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem hafa það að markmiði að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda með því að stuðla að aukinni langtímaleigu og fyrirsjáanleika um breytingar á leigufjárhæð. Þá er markmið frumvarpsins að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn með almennri skráningu leigusamninga og auknu gagnsæi um upplýsingar í leigusamningum.
-
- Samkvæmt frumvarpinu verður óheimilt að semja um að leigufjárhæð í tímabundnum samningum taki breytingum á fyrstu 12 mánuðum samningsins.
-
- Lagt er til að skylda til að skrá leigusamninga í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði útvíkkuð þannig að hún nái einnig til húsnæðis sem leigt er til íbúðar. Núverandi skráningarskylda takmarkast við leigusala sem hafa atvinnu af útleigu húsnæðis.
-
- Í frumvarpinu er lagt til að leigusamningar í leiguskrá verði framvegis ekki undanþegnir upplýsingarétti almennings.
- Lagðar eru til breytingar á lögum um tekjuskatt þannig að skattívilnun vegna leigutekna leigusala verði háð skráningu leigusamnings í leiguskrá.
Inga Sæland sagði í framsöguræðu sinni að frumvarpið fæli í sér mikilvæga réttarbót fyrir alla hlutaðeigandi.
„Verði breytingarnar samþykktar munu þær auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda sem og upplýsingar um leigumarkaðinn,“ sagði ráðherra.
Upplýsingar sem auðvelda eftirlit
Varðandi skylduna til að skrá leigusamninga um íbúðahúsnæði í leiguskrá sagði ráðherra að breytingin væri afar mikilvæg til að heildstæðar og greinargóðar upplýsingar fengjust um leigumarkaðinn, meðal annars um þróun leiguverðs og tegund og lengd leigusamninga.
„Þær upplýsingar skipta miklu máli við gerð leigusamnings, ekki síst við ákvörðun leiguverðs en eru ekki síður mikilvægar til að undirbyggja upplýstar ákvarðanir stjórnvalda við stefnumótun í málaflokknum,“ sagði Inga Sæland.
„Upplýsingarnar koma einnig til með að auðvelda eftirlit með búsetu í óviðunandi húsnæði, sem munu meðal annars nýtast slökkviliðinu, en einnig með svartri leigustarfsemi. Þessar upplýsingar geta því til að mynda nýst til að koma auga á svarta skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna. Leiguskráin getur því nýst sem mikilvægt verkfæri stjórnvalda á mörgum sviðum.“