Kona lést í umferðarslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Holtsós rétt fyrir klukkan eitt í dag. Grjóthrun varð úr Steinafjalli og lenti stórt grjót á bíl sem ók í austurátt.
Þrjár erlendar konur voru saman í bílnum og lést ökumaður hans. Hinar konurnar sluppu með minni háttar áverka. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var ökumaður bílsins enn föst í honum og var hún úrskurðuð látin á vettvangi.
Suðurlandsvegi var lokað fyrir austan við Holtsá undir Eyjafjöllum. á meðan lögregla var á vettvangi og rannsakaði slysið.
Umræða