Kona sem uppgötvaði að myndband af sér hafði verið hlaðið upp á klámsíðuna Pornhub án hennar vitundar, hefur hafið framleiðslu á appi fyrir fórnarlömb kláms án samþykkis.
25 ára gömul kona sem er kínversk, fékk að vita af myndbandinu af sjálfri sér, sem var tekið upp án hennar vitundar, á klámvefnum eftir að vinkona hennar lét hana vita af því. Konan vinnur nú með teymi að því að búa til forrit sem byggir á tækni til að hjálpa konum að finna efni með andliti sínu á netinu. Forritið, Alecto AI, er nefnt eftir grískri heiftargyðju, sem refsar þeim sem fremja siðferðilega glæpi, virkar með því að skanna andlit notenda og leita síðan að myndum sínum á netinu.
Í viðtali við This Week í Asíu sagði konan sem vill ekki gefa nákvæmar upplýsingar um sig, að það væri erfitt að leita að þessu efni sem dreift er um internetið. ,,Ég neyðist til að endurlifa áfallið aftur og aftur og við getum ekki varið okkur nema við höfum aðgang að tækni sem getur hjálpað okkur að gera það.“
Hún segir að markmið sitt sé að búa til forrit sem sé „öflugt í baráttunni við slíka netglæpi gegn konum. Hún sagði einnig að fyrirliggjandi væru tæki sem hafi lægri nákvæmni þegar kemur að konum og lituðu fólki.
„Við erum að ráðast gegn hefndarklámi og viljum betri tækni fyrir andlitsgreiningu“ Hún miðlar jafnframt reynslu sinni um áfallið sem hún varð fyrir eftir að hún uppgötvaði að myndband af sér væri á klámsíðunni Pornhub. „Myndbandið var tekið upp fyrir sjö árum. Ég var unglingur og hafði ekki hugmynd um að skrímslið hefði tekið upp þetta myndband leynilega og vissi ekki af því fyrr en ég sá myndbandið á Pornhub, “sagði konan. „Þetta var virkilega hrikalegt. Ég lít á mig sem mjög sterka manneskju og vel menntaða, en þetta var augnablikið þegar ég bókstaflega fraus og hugsaði: „Ég get ekki lifað lengur. Ég vil ekki lifa lengur. “
Hún sagði að hún hefði farið upp á þak húsinu sínu og hent sér fram af því en lifði af fallið en hún var samt í mikilli lífshættu. „Á þessum tíma var þetta eina leiðin sem ég sá í stöðunni, vegna þess að ég skammaðist mín svo mikið og var svo hrædd. Mér leið eins og ég væri svikin af öllum í heiminum og ég var dáin inn í mér, “sagði konan.
Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Ástralíu, Bretlandi og Nýja -Sjálandi árið 2020 hafa fleiri en þriðji hver einstaklingur orðið fórnarlamb nektarmyndunar sem hefur aukist um 40% frá því 2016. Tíðni misnotkunar reyndist vera svipuð í öllum þremur löndum, á bilinu 35 til 39 prósent.
Konan sagðist einnig vera meðvituð um að gera appið sitt að öruggu rými fyrir gögn notenda og framkvæma ýmsar öryggisráðstafanir, þar á meðal líffræðilega sannprófun og dulkóðun, þar með talið að vista engin gögn á netþjóninum sínum. Alecto AI appið á að koma út í lok þessa árs og verður í fyrstu aðeins opið notendum sem greiða mánaðargjald, þó að stofnandinn voni að hún geti gert það ókeypis fyrir notendur síðar með því að fá fyrirtæki eins og Facebook sem styrktaraðila til að greiða fyrir tækni hennar.
„Við gerum allt sem við getum til að vernda friðhelgi einkalífs notenda og ganga úr skugga um að það sé ekki misnotað af einhverjum tilviljanakenndum þriðja aðila. Við munum halda áfram að bæta reiknirit okkar til að tryggja að appið geti hjálpað fólki, “sagði hún.