Dómsmálaráðuneyti hefur borist erindi frá ríkissaksóknara varðandi málefni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari vísar þar málefnum tengdum tjáningu vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra þar sem dómsmálaráðherra er það stjórnvald sem skipaði hann í embætti vararíkissaksóknara.
Þar sem hér er um að ræða starfsmannamál hjá embætti æðsta handhafa ákæruvalds í landinu og erindið er til athugunar hjá dómsmálaráðuneytinu, er ekki við hæfi að ráðherra eða starfsmenn ráðuneytisins tjái sig um málið á meðan á málsmeðferð stendur.
Umræða