• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 19. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Opnun á skurðstofu til meðhöndlunar fæðingarfistils í Síerra Leóne

Opnun á skurðstofu til meðhöndlunar fæðingarfistils í Síerra Leóne

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
31. júlí 2024
in Erlent, Fréttir
A A
0

Ný skurðstofa til meðhöndlunar fæðingarfistils var vígð við hátíðlega athöfn á ríkissjúkrahúsinu í borginni Bo í Síerra Leóne fyrr í mánuðinum. Endurbæturnar á skurðstofunni voru fjármagnaðar af íslenskum stjórnvöldum og eru hluti af verkefni sem Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) vinnur í samstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne.

Skurðstofan mun gera ríkissjúkrahúsinu í Bo kleift að stórauka getu sína til að þjónusta konur sem þjást af fæðingafistli, auk þess sem hún verður notuð fyrir aðrar aðgerðir sem snúa að heilsu kvenna og mæðra, þar með talið keisaraskurði. Hingað til hafa konur sem þjást af fæðingafistli frá Bo og nágrenni þurft að ferðast til höfuðborgarinnar Freetown til þess að hljóta viðeigandi meðhöndlun sem er í um fjögurra tíma akstursfjarlægð.

„Opnun nýrrar skurðstofu á þessu fátæka svæði í Síerra Leóne er mikilvægt skref fram á við og mun hafa mikil og langvarandi áhrif á líf fjölda kvenna og fjölskyldna þeirra. Fæðingarfistill er alvarleg og sorgleg afleiðing barnsfæðinga ungra stúlkna í þróunarríkjum og vanrækt jafnréttismál sem kemur verst niður á fátækum konum og stúlkum. Ísland hefur um árabil stutt alþjóðlega baráttu gegn fæðingarfistli og mun halda því áfram,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.  

Fæðingarfistill getur myndast þegar vandamál koma upp við fæðingu, til dæmis hjá unglingsstúlkum sem fá ekki viðeigandi aðstoð, en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum sem leitt getur til félagslegrar útskúfunar. Verkefnið í heild miðar að því að styrkja forvarnir og viðbrögð við fæðingarfistli, meðal annars með vitundarvakningu um hefðir sem geta aukið líkurnar á því að konur þrói með sér fæðingarfistil. Þar að auki er lagt upp með að styrkja getu heilbrigðisstofnana til þess að veita konum viðunandi læknismeðferð og styrkja félagslega aðlögun þeirra eftir aðgerð.

Við opnunarathöfnina sagði Ferreh Musu Marrah sögu sína, en erfið og löng fæðing sem hún gekk í gegnum 16 ára gömul leiddi til þess að hún þróaði með sér fæðingarfistil sem hafði djúpstæð áhrif á hana, bæði líkamlega og andlega. Marrah átti erfitt með að halda þvagi og hægðum sem leiddi til þess að hún reyndi að taka sitt eigið líf. Með aðstoð frá móður sinni  hlaut Murrah viðeigandi meðferð í Freetown við fæðingarfistlinum ásamt endurhæfingu sem meðal annars fólst í því að þjálfa hana sem klæðskera. Í dag hefur hún náð fullum bata og heitir því að beita sér fyrir  vitundarvakningu vegna fæðingarfistils og að styðja aðrar konur sem glíma við kvillann.

Fulltrúi frá sendiráði Íslands í Freetown, Kjartan Atli Óskarsson, flutti ávarp við opnunarathöfnina. Í ræðu sinni sagði hann að hugrekki kvenna á borð við Marrah veittu íslenskum stjórnvöldum innblástur og sýndu fram á mikilvægi þess að styðja verkefni sem miða að því að tryggja heilsu kvenna og efla mæðravernd. Kjartan lagði jafnframt áherslu á mikilvægi verkefnisins í stuðningi við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og hvatti aðra hagsmunaaðila til þess að setja þessi markmið í forgang.

  • Opnun á skurðstofu til meðhöndlunar fæðingarfistils í Síerra Leóne - mynd úr myndasafni númer 1
  • Opnun á skurðstofu til meðhöndlunar fæðingarfistils í Síerra Leóne - mynd úr myndasafni númer 2
Umræða
Share2Tweet1
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld …

    Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld …

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Eldur í íbúðarhúsi á Ásbrú – grunur um íkveikju

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Rúmlega 700 fjölskyldur atvinnulausar vegna málþófs

    17 deilingar
    Share 7 Tweet 4
  • Strandveiðibátar fara á sjó og harma skemmdarverk stjórnarandstöðunnar

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • SFS (LÍÚ) HÓTAR RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS OG ÞJÓÐINNI

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?