Maður stunginn
Um kvöldmatarleytið fékk lögregla tilkynningu um alvarlega líkamsárás við verslun Krónunnar í Grafarholti. Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að ráðist hafði verið á karlmann og hann stunginn. Maðurinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn vera í lífshættu. Hnífurinn sem notaður var hefur fundist og bílar eru á staðnum sem tengdust málinu en umtalsverð átök var um að ræða.
Lögregla hefur handtekið þrjá menn á tvítugs og fertugs aldri vegna málsins. Og bíða þeir nú yfirheyrslu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og verður ekki hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða