• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 31. ágúst 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Í fremstu víglínu frétta Stöðvar 2 í Eystrasaltslöndunum 1991 …

Í fremstu víglínu frétta Stöðvar 2 í Eystrasaltslöndunum 1991 …

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
31. ágúst 2025
in Erlent, Fréttir, Innlent
A A
0

Ég var í fremstu víglínu frétta Stöðvar 2 á örlagatímum. Í janúar 1991 vorum við nokkrir blaðamenn með Jóni Baldvin Hannibalssyni í frelsisför til Litháen, Lettlands og Eistlands.

Hallur Hallsson blaðamaður skrifar

Ég hef sagt ykkur frá því áður. Þessi för var söguleg. Rauði herinn var við bæjardyr Vilnius þar sem 14 manns höfðu fallið viku áður.

Jón Baldvin vottaði hinum látnu virðingu sína. Þinghúsið í Vilníus vígvætt, víggirðingar á torgum, fólk ornaði sér við bálkesti albúið að mæta skriðdrekum Sovétsins.

Guðlaus Sovétríki voru að hruni komin. Við vorum íslenskir blaða- og fréttamenn, þar á meðal þeir góðu drengir Ragnar Axelsson RAX, Ellert Schram [1939-2025] DV, Pétur heitinn Gunnarsson [1960-2018] Mogganum ásamt Arnóri Hannibalssyni [1934-2012] bróður ráðherra og skipuleggjandi ferðarinnar.

TIL RIGA Í LETTLANDI

Frá Vilnius ók bílalestin á ofsahraða til Riga með lífverði undir alvæpni. Við gistum á Hótel Ridzene í Riga næst innanríkisráðuneytinu. Borgin var víggirt, ættjarðavinir undir alvæpni stóðu vörð um ráðuneytið, sovéskar vígasveitir með vélbyssur biðu átekta. Sunnudagur 20.01.1991 reyndist örlagadagur í sögu Lettlands.

Á hótelinu voru Andris Slapins, Gvido Zvaigzne og Juris Podniek sem voru að filma frelsisbaráttuna þjóðar sinnar gegn hinu guðlausa Sovéti. RAX hafði myndað ágæt tengsl við þá, hógværir, kurteisir og viðkunnanlegir. Þeir höfðu gert heimildamynd um Chernobyl í Úkraínu og voru nú á heimaslóð

SKOTBARDAGI BRÝST ÚT

Það var áliðið síðdegi þegar við hlupum út í bílana fyrir utan hótelið og stefndum til Tallinn Eistlandi. Þegar þangað kom sáum við í sjónvarpi á hóteli okkar að harðir skotbardagar höfðu brotist út í Riga þegar sovéskar sérsveitir réðust á innanríkisráðuneytið. Innanríkisráðherrann komst undan með því að flýja inn á hótelið. Við litum hver á annan, fréttir voru óljósar; fimm voru fallnir og tólf særðir.

MERI, JÓN BALDVIN & CNN

Jón Baldvin var horfinn af hótelinu. Ég fór á stúfana til að hafa upp á ráðherra, lét mig hverfa og rauf útgöngubannið. Ég gat mér til að Jón Baldvin hefði farið í utanríkisráðuneytið til þess að hitta Lennart Meri utanríkisráðherra.

Ég hélt út í óvissuna um mannlausar götur Tallinn til ráðuneytisins. Ég hafði rétt fyrir mér. Ég var leiddur upp á skrifstofu Lennart Meri með Jón Baldvin sér við hlið. Þeir voru sambandslausir við umheiminn. Hins vegar án vitneskju sovétsins höfðu Eistar lagt símalínu um Kirjálabotn yfir til Finnlands.

Geturðu hjálpað? spurðu þeir. Ég hafði unnið fréttir fyrir CNN í New York, var með kontakta við pródúsenta og mundi símanúmerin. Þeir komust í beina útsendingu á CNN. Meri útskýrði stöðuna í Riga, Vilnius og Tallinn. Jón Baldvin stuðning Íslands við frelsisbaráttu þjóðanna. Við vorum þarna fram á nótt. Þannig hafði ég lagt lítið lóð til að vekja athygli umheimsins á baráttu Eystrasaltsþjóða fyrir frelsi.

ANDRIS, GVIDO & JURIS

Síðar fréttum við að Andris Slapins [1949-1991] og Gvido Zvaigzne 1945-1991 hefðu fallið í skotbardögunum í Riga. Myndskeið af dauðastríði Zvaigzne eru á netinu. Sumarið eftir 1992 drukknaði Juris Podniek [1952-1992] við köfun í Zvirgzduvatni í Lettlandi. Blessuð sé minning þessara ættjarðavina. Þjóðir sem missa samband við Drottinn afvegaleiðast.

Þegar Rússar völdu frelsi og hristu af sér helsi Sovétríkja kommúnista, sneru Evrópuþjóðir sér að helsi kommúnisma með Sovétsambandi Evrópu. Hve sorglegt er það? Sjá hér trailer um Gvido. 3:28.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    ,,Einn mesti glæpamaður sögunnar hverfur brátt af sviðinu“

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    56 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Vindorkan hefur eyðilagt landið

    9 deilingar
    Share 4 Tweet 2
  • Tuttugu starfsmönnum Play sagt upp

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • ,,Ætla nú að reyna að stela 180 milljóna fasteign – Féflettu þrjá tengdasyni“

    1402 deilingar
    Share 561 Tweet 351
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?