Hugleiðingar veðurfræðings
Djúp og víðáttumikil lægð er vestur af Írlandi og veldur leiðindaveðri í Vestur-Evrópu þessa dagana. Veðrið verður hins vegar mun rólegra hjá okkur, norðaustan gola eða kaldi og súld eða rigning með köflum norðan- og austanlands, en lengst af þurrt og milt suðvestantil og sólin ætti að skína skjært langtímum saman á þeim slóðum. Einhverjar síðdegisskúrir gætu þó myndast, frekar samt á morgun, heldur en í dag. Spá gerð: 31.08.2025 06:31. Gildir til: 01.09.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 í dag og á morgun. Súld eða rigning með köflum einkum norðaustantil, en víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, þó líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast sunnantil.
Spá gerð: 31.08.2025 07:47. Gildir til: 02.09.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan og norðan 5-13 og rigning eða súld með köflum, einkum austanlands. Þurrt að mestu suðvestanlands, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta norðanlands. Víða skúrir síðdegis. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á fimmtudag:
Fremur hæg austlæg átt en 8-13 á Vestfjörðum. Rigning, einkum sunnanlands. Hiti 9 til 14 stig, svalast austantil.
Á föstudag:
Norðan 5-13 m/s. Rigning norðaustan- og austanlands en skýjað með köflum suðvestanlands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Hæg norðanátt, úrkomulítið og hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustantátt og rigningu suðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast suðvestanlands. Spá gerð: 31.08.2025 08:48. Gildir til: 07.09.2025 12:00.