76 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17:00 til 05:00 og sex gista í fangageymslu þegar þetta er ritað um fimmleytið.
Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og í einni þeirra þurfti að flytja árásarþola með sjúkrabifreið á slysadeild til frekari skoðunar. Málin öll í rannsókn
Fjórir voru stöðvaðir vegna gruns um fíkniefna akstur og þrír stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt var um tvo þjófnaði úr verslunum og voru þau mál afgreidd á staðnum með skýrslu.
Umferðaslys varð á sæbrautinni milli tveggja bifreiða, engin slys urðu á fólki en báðar bifreiðar óökufærar.
Einnig voru nokkuð um verkefni vegna ölvunar, hávakvartanna og tilkynninga vegna fjöldatakmarkanna.
Umræða