• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
31. október 2022
in Fréttir, Innlent
A A
0

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verða tvær smálægðir nálægt landinu. Önnur lægðin ferðast meðfram austurströndinni til norðurs og hin skammt vestur af landinu, líka til norðurs. Staðsetning lægðanna veldur breytilegum vindáttum og vindhraða. Í stuttu máli verður suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast norðaustantil framan af degi en á Suðvesturlandi seinnipartinn. Rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Það er enn frekar milt í veðri með hita á bilinu 2 til 10 stig.

Á morgun snýst í austlæga átt 5-10 og léttir til en lítilsháttar væta verður norðvestantil í fyrstu. Það bætir í vind seinnipartinn og fer að rigna syðst seint annað kvöld. Hiti breytist lítið. Það snýst í norðlæga átt 5-13 á miðvikudag með rigningu víða, og sums staðar slyddu fyrir norðan. Svo dregur úr úrkomu sunnantil seinnipartinn. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Veðuryfirlit
Á Grænlandshafi er 976 mb lægð sem hreyfist lítið, og frá henni liggur drag til A. 1300 km S af Reykjanesi er vaxandi 987 mb lægð á N-leið.

Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s, hvassast austantil framan af degi en á Suðvesturlandi seinnipartinn. Rigning eða súld öðru hvoru í flestum landshlutum. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst. Dregur úr úrkomu í nótt. Suðlæg átt 3-10 á morgun og skýjað með köflum. Þurrt að mestu en dálítil væta norðantil. Snýst í austlæga átt 5-13 síðdegis og rigning syðst seint annað kvöld. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðlæg átt 3-8 m/s og lítilsháttar væta en 8-13 seinnipartinn. Austan 5-10 og bjart með köflum á morgun. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu en dálítil rigning eða slydda austanlands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig en kringum frostmark norðaustantil.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 8-13 og rigning eða slydda norðan- og austanlands en úrkomuminna sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt 8-15 og rigning eða slydda með köflum, snjókoma inn til landsins en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Austlæg átt, skýjað og sums staðar smá rigning eða slydda en yfirleitt léttskýjað suðvestantil. Fremur svalt í veðri.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt með dálítilli rigningu eða slyddu en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Norðanátt, skýjað og sums staðar rigning eða súld en bjart að mestu á Suðvesturlandi. Hlýnandi veður.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    211 deilingar
    Share 84 Tweet 53
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    45 deilingar
    Share 18 Tweet 11
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    26 deilingar
    Share 10 Tweet 7
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?